Ferill 749. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1433  —  749. mál.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um friðuð hús.



    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörg friðuð hús hafa verið rifin eða fjarlægð á síðastliðnum fimm árum, flokkað eftir sveitarfélögum og árum?

    Samkvæmt upplýsingum frá Minjastofnun hefur stofnunin veitt leyfi til að rífa eða fjarlægja 27 friðuð hús á árunum 2017 til 2021. Tekið skal fram að hjá Minjastofnun liggja ekki alltaf fyrir upplýsingar um hvort hús hafi í raun verið rifið eða fjarlægt þó leyfi til þess hafi verið veitt.

2017 Njálsgata 60 101 Reykjavík 0000 Reykjavíkurborg
2017 Austurgata 36 220 Hafnarfjörður 1400 Hafnarfjörður
2017 Bullshús, Strandgata 2 465 Bíldudalur 4607 Vesturbyggð
2017 Bakkakot, Vesturdal 560 Varmahlíð 5200 Skagafjörður
2017 Austurvegur 70 730 Reyðarfjörður 7300 Fjarðabyggð
2017 Krókur, Flóa 801 Selfoss 8722 Flóahreppur
2018 Holtsgata 10 101 Reykjavík 0000 Reykjavíkurborg
2018 Hellubraut 7 220 Hafnarfjörður 1400 Hafnarfjörður
2018 Garður, Núpasveit 671 Kópasker 6100 Norðurþing
2018 Brekkuhús við Ofanleiti 900 Vestmann. 8000 Vestmannaeyjabær
2019 Laugavegur 33A 101 Reykjavík 0000 Reykjavíkurborg
2019 Vatnsstígur 4 101 Reykjavík 0000 Reykjavíkurborg
2019 Vatnsstígur 10 101 Reykjavík 0000 Reykjavíkurborg
2019 Strandgata 17 – verslun 220 Hafnarfjörður 1400 Hafnarfjörður
2019 Ólafsbraut 64 355 Ólafsvík 3714 Snæfellsbær
2020 Geymsluhús á baklóð Stjórnarráðsins 101 Reykjavík 0000 Reykjavíkurborg
2020 Jórunnarsel – Litlasel, Vesturgata 61 101 Reykjavík 0000 Reykjavíkurborg
2020 Hverfisgata 90 101 Reykjavík 0000 Reykjavíkurborg
2020 Sveinhús, Vatnsfirði 401 Ísafirði 4803 Súðavíkurhreppur
2020 Hestur, Hestfirði 401 Ísafirði 4803 Súðavíkurhreppur
2020 Skólavegur 44 750 Fáskrúðsfirði 7300 Fjarðabyggð
2020 Vestmannabraut 22 B 900 Vestmann. 8000 Vestmannaeyjabær
2020 Langholtspartur, Flóa 801 Selfoss 8722 Flóahreppur
2021 Laugavegur 33A 101 Reykjavík 0000 Reykjavíkurborg
2021 Vatnsstígur 4 101 Reykjavík 0000 Reykjavíkurborg
2021 Þórsgata 6 101 Reykjavík 0000 Reykjavíkurborg
2021 Norðurgata 3 600 Akureyri 6000 Akureyrarbær