Ferill 957. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1832  —  957. mál.
2. umræða.



Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006 (hnúðlax).

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Skúla Kristin Skúlason og Sigríði Norðmann frá matvælaráðuneyti.
    Nefndinni barst umsögn um málið frá náttúruverndarfélaginu Laxinn lifir.
    Með frumvarpinu er lagt til að veiðifélögum og veiðiréttarhöfum verði heimilað að veiða hnúðlax sem kann að ganga í íslenskar ár með svokölluðum ádráttarnetum.
    Síðastliðin ár hafa mælingar gefið til kynna aukna gengd hnúðlaxa í íslenskum ám, þá sérstaklega árið 2021, og má því ætla að ganga hnúðlaxa árið 2023 verði meiri en verið hefur. Meiri hlutinn telur nauðsynlegt að bregðast við þessari auknu gengd hnúðlaxa og leggur til að málið verði samþykkt óbreytt.
    Berglind Ósk Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

Alþingi, 22. maí 2023.

Stefán Vagn Stefánsson,
form.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,
frsm.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Friðjón R. Friðjónsson. Teitur Björn Einarsson. Þórarinn Ingi Pétursson.