Ferill 45. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2102  —  45. mál.
2. umræða.



Frávísunartillaga


í málinu: Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (bælingarmeðferð).

Frá Birgi Þórarinssyni.


    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á almennum hegningarlögum þess efnis að gera bælingarmeðferð (e. conversion therapy) refsiverða. Í ljósi fyrirliggjandi athugasemda réttarfarsnefndar og annarra umsagnaraðila er rétt að leggja til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar svo að tími gefist til að gera fullnægjandi breytingar á málinu áður en það nái fram að ganga. Flutningsmaður ítrekar stuðning sinn við markmið frumvarpsins og telur mikilvægt að vinna bug á fordómum og ofbeldi gegn hinsegin fólki, en telur að breytingar á almennum hegningarlögum verði að vera betur ígrundaðar og byggjast á víðtækara samráði en haft var við gerð frumvarpsins.