Ferill 1204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2220  —  1204. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um pólitískt ráðna aðstoðarmenn innan Stjórnarráðsins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur lagaumgjörð um fjölda pólitískt ráðinna aðstoðarmanna innan Stjórnarráðsins þróast frá árinu 2003 og hvernig hafa ráðherrar nýtt svigrúmið frá sama tíma?

    Frá árinu 2003 og fram að gildistöku núgildandi laga um Stjórnarráð Íslands voru í gildi eldri lög um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969. Samkvæmt lögunum var ráðherra heimilt að kveðja sér til aðstoðar, meðan hann gegndi embætti, mann utan ráðuneytis, sem starfaði þar sem skrifstofustjóri.
    Núgildandi lög um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, tóku gildi 28. september 2011. Við gildistöku laganna voru heimildir ráðherra til að ráða aðstoðarmenn rýmkaðar, m.a. til að tryggja eðlilega og faglega aðgreiningu á milli hins tvíþætta hlutverks ráðherra sem stjórnvaldshafa annars vegar og pólitísks stefnumótunaraðila hins vegar. Þá voru jafnframt settar skýrari reglur um hlutverk og stöðu aðstoðarmanna ráðherra í stjórnkerfinu. Skv. 1. mgr. 22. gr. laganna er ráðherrum nú heimilt að ráða sér að hámarki tvo aðstoðarmenn en að auki getur ríkisstjórnin ákveðið að ráða þrjá til viðbótar ef þörf krefur. Forsætisráðherra gefur út leiðbeinandi erindisbréf fyrir aðstoðarmenn ráðherra í Stjórnarráði Íslands, sbr. 2. mgr. 18. gr. sömu laga.
    Eftirfarandi tafla sýnir hvernig ráðherrar og ríkisstjórn hafa nýtt heimild í lögum til að ráða aðstoðarmenn á tímabilinu: 1

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





1    Upplýsingar voru að hluta til fengnar úr grein Gests Páls Reynissonar og Ómars H. Kristmundssonar, Hverjir verða aðstoðarmenn ráðherra? , sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2014.