Ferill 1016. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2265  —  1016. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Bryndísi Haraldsdóttur um ráð, nefndir, stjórnir, starfshópa og stýrihópa.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvað voru á árinu 2022 stofnaðar margar nýjar nefndir, stjórnir, ráð, stýrihópar eða starfshópar sem heyra undir ráðuneytið og hver er áætlaður kostnaður vegna þeirra?

    Á árinu 2022 voru stofnaðar fimm nýjar nefndir, stjórnir, ráð, stýrihópar eða starfshópar á vegum ráðuneytisins. Í samræmi við orðalag fyrirspurnar eru ekki taldar með lögbundnar nefndir sem stofnaðar voru fyrir tímamarkið en voru starfandi árið 2022 eða endurskipaðar á árinu enda teljast þær ekki nýjar í framangreindum skilningi. Eftirfarandi eru nýjar nefndir, stjórnir, ráð, stýrihópar eða starfshópar sem stofnaðir voru á árinu 2022:
     1.      Starfshópur um einföldun á stofnanakerfi ríkisins.
     2.      Starfshópur um endurskoðun reglna um reiknað endurgjald í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi aðila í eigin rekstri ásamt reglna um skattmat vegna hlunninda og úttekta eigenda úr félögum.
     3.      Starfshópur um innleiðingu tilskipunar (ESB) 2019/2162 og reglugerðar (ESB) 2019/2160.
     4.      Starfshópur um aðgerðir til að sporna við misnotkun skattkerfisins.
     5.      Starfshópur um yfirsýn yfir framkvæmd efnahagslegra þvingunarráðstafana vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
    Áfallinn kostnaður vegna starfshópanna er 863.040 kr. Kostnaður vegna starfa starfsmanna ráðuneytisins í tengslum við nefndastörfin er ekki sérgreindur í reikningshaldi ríkisins.