Ferill 1191. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2279  —  1191. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver hefur verið kostnaður Vinnumálastofnunar frá 1. janúar 2020 þar til nú vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd? Svar óskast sundurliðað eftir árum og eftirfarandi liðum:
     1.      Leigubílaakstri og öðrum akstri eftir atvikum.
     2.      Heilbrigðisþjónustu, sundurliðað eftir þjónustuflokkum.
     3.      Sálfræðiþjónustu.
     4.      Húsnæðiskostnaði. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig húsnæðislausnir skiptast milli íbúða, herbergja, gistiheimila og eftir atvikum með öðrum hætti. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hver þörf fyrir viðbótarbúsetuúrræði verður næstu misseri að mati ráðuneytisins.
     5.      Kostnaði vegna samninga við sveitarfélög um samræmda móttöku flóttamanna. Óskað er eftir upplýsingum um áætlaðan heildarkostnað og lengd samnings við hvert sveitarfélag.


    Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd færðist til Vinnumálastofnunar frá Útlendingastofnun í júlí 2022. Upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd ná því ekki lengra aftur en til júlí 2022.
    Í töflu 1 má sjá upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar í tengslum við leigubílaakstur og annan akstur á tímabilinu júlí 2022 til júní 2023 vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, sundurliðað eftir árum.

    Tafla 1.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Heimild: Vinnumálastofnun.

    Í töflu 2 má sjá upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar í tengslum við heilbrigðisþjónustu á tímabilinu júlí 2022 til júní 2023 vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, þ.m.t. sálfræðiþjónustu, sundurliðað eftir þjónustuflokkum og árum. Undir þjónustuflokkinn „Landspítali“ fellur meðal annars kostnaður vegna komugjalds á bráðamóttöku, komugjalds á geðdeild, fæðinga, aðgerða og krabbameinsmeðferða.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Tafla 2.
    Heimild: Vinnumálastofnun.

    Í töflu 3 má sjá upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar vegna húsnæðis fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á tímabilinu júlí 2022 til júní 2023, sundurliðað eftir árum. Allur almennur húsnæðiskostnaður hjá Vinnumálastofnun er vegna leigu á herbergjum. Í þeim tilvikum þegar gistiheimili eru tekin á leigu miðast kostnaður við hvert herbergi. Í einhverjum tilvikum hafa verið leigð herbergi á hótelum til skamms tíma.

    Tafla 3.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Heimild: Vinnumálastofnun.

    Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun er þörf fyrir viðbótarbúsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd metin reglulega og spá þess efnis uppfærð eftir því sem þörf er á. Í töflu 4 má sjá áætlaða viðbótarþörf fyrir húsnæði 1. janúar 2024 sé miðað við að nýjar umsóknir séu 10, 15, eða 20 á dag frá 1. september 2023 til 31. desember 2023.

    Tafla 4.
Fjöldi umsókna á dag Fjöldi sem þarf að hýsa 1. jan. 2024 Rými sem vantar sé nýting 100% Rými sem vantar sé nýting 80%
10 3.000 900 1.200
15 3.600 1.500 2.000
20 4.200 2.100 2.700

    Heimild: Vinnumálastofnun.

    Í febrúar 2021 setti félags- og vinnumarkaðsráðuneyti á fót tímabundið tilraunaverkefni um samræmda þjónustu við flóttafólk með samningum við fimm sveitarfélög. Gildistími tilraunaverkefnisins var til 30. september 2022. Heildarkostnaður vegna verkefnisins var um 603 millj. kr. Heildarkostnaður vegna samninga um samræmda móttöku flóttafólks fyrir árið 2023 er áætlaður um 577 millj. kr.
    Rétt þykir að taka fram að samningar við sveitarfélög um samræmda móttöku flóttafólks eiga ekki við þegar um er að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þá ber félags- og vinnumarkaðsráðuneyti allan kostnað vegna samninga um samræmda móttöku flóttafólks en Vinnumálastofnun sér um umsýslu vegna samninganna. Í töflu 5 má sjá upplýsingar um lengd gildandi samninga við hvert sveitarfélag.

    Tafla 5.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Heimild: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.