Ferill 292. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 296  —  292. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um alvarleg atvik tengd fæðingum.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu margar mæður á hverju ári síðastliðin 10 ár á Íslandi hafa látist eftir barnsburð? Hvernig er fjöldinn samanborið við annars staðar á Norðurlöndum?
     2.      Hversu margar mæður á hverju ári síðastliðin 10 ár á Íslandi hafa verið lagðar inn vegna mikils blóðmissis við fæðingu? Hvernig er fjöldinn samanborið við annars staðar á Norðurlöndum?
     3.      Hver er tíðni burðarmálsdauða á hverju ári síðastliðin 10 ár á Íslandi sundurliðað eftir sjúkrastofnunum? Hvernig er tíðnin samanborið við annars staðar á Norðurlöndum?
     4.      Hversu margar mæður á hverju ári síðastliðin 10 ár á Íslandi hafa hlotið örorku eftir barnsburð? Hvernig er fjöldinn samanborið við annars staðar á Norðurlöndum?


Skriflegt svar óskast.