Ferill 309. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 313  —  309. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um vændi.

Frá Brynhildi Björnsdóttur.


     1.      Hversu mörg vændisbrot hafa verið framin frá því að lög nr. 54/2009 um breytingu á almennum hegningarlögum (bann við kaupum á vændi) tóku gildi?
     2.      Hvað hafa margir sætt refsingu í formi sektargreiðslu eða fangelsis frá gildistöku umræddra laga?
     3.      Hverju sætir misræmi í refsiákvæðum 3. mgr. 202. gr. og 2. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga og kemur til álita af hálfu ráðherra að endurskoða refsirammann og láta þyngri refsingu gilda?


Skriflegt svar óskast.