Ferill 319. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 323  —  319. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um virkjunarkosti.

Frá Ingibjörgu Isaksen.


     1.      Hve margir virkjunarkostir hafa farið í nýtingarflokk með afgreiðslu Alþingis af þeim virkjunarkostum sem verkefnisstjórn rammaáætlunar 1, 2 og 3 fékk til umfjöllunar og hvert er uppsett afl (MW) og orkuvinnslugeta (GWh/ár) þeirra, samanborið við heildaruppsett afl og orkuvinnslugetu sem kom til umfjöllunar?
     2.      Hve margir virkjunarkostir hafa verið nýttir af þeim kostum sem fóru í nýtingarflokk rammaáætlunar 1, 2 og 3 og hvert er samanlagt uppsett afl og samanlögð orkuvinnslugeta þeirra?
     3.      Hversu mikið afl/orkuvinnslugeta hefur þegar verið virkjuð af heildaruppsettu afli/orkuvinnslugetu sem fór í nýtingarflokk í rammaáætlun 1, 2 og 3?
     4.      Hvert er raunverulega uppsett afl/orkuvinnslugeta þeirra virkjana sem hafa verið reistar úr rammaáætlun 1, 2 og 3, samanborið við það uppsetta afl/orkuvinnslugetu sem sett var fram í rammaáætlun 1, 2 og 3 fyrir þá virkjunarkosti?
     5.      Hversu margar af framangreindum virkjunum voru byggðar af opinberum orkufyrirtækjum annars vegar og einkafyrirtækjum hins vegar og hvert er afl/orkuvinnslugeta þeirra?
    Svör óskast sundurliðuð eftir virkjunarkostum og eftir því hvort um er að ræða virkjun vatnsafls, jarðvarma eða vindorku.


Skriflegt svar óskast.