Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 387  —  376. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um greiðslur vegna vinnslustöðvunar í hráefnisskorti.

Frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.


     1.      Hversu mörg fyrirtæki hafa fengið greiðslur vegna vinnslustöðvunar í hráefnisskorti frá árinu 2013? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum.
     2.      Hvað hefur það að meðaltali tekið langan tíma að fá greiðslur vegna vinnslustöðvunar í hráefnisskorti frá árinu 2013? Svar óskast sundurliðað eftir þeim mánuðum sem umsóknir bárust í, þ.e. eftir umsóknum sem bárust í janúar öll árin, umsóknum sem bárust í febrúar o.s.frv.


Skriflegt svar óskast.