Ferill 395. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 407  —  395. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um samfélagslega nýsköpun.

Frá Elvu Dögg Sigurðardóttur.


     1.      Eru einhver mælitæki nýtt til að mæla samfélagslega nýsköpun og framfarir í tengslum við hana á Íslandi?
     2.      Er hugtökin samfélagsleg nýsköpun og samfélagslegt frumkvöðlastarf að finna í markmiðasetningu ráðuneytisins eða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland?
     3.      Hversu háa styrki hafa verkefni á sviði samfélagslegrar nýsköpunar hlotið undanfarin tíu ár? Hvert er hlutfall þeirra styrkja af heildarfjárhæð stuðnings til nýsköpunar?


Skriflegt svar óskast.