Ferill 524. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 608  —  524. mál.
Leiðréttur texti.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna fitubjúgs.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvaða skilyrði þarf sjúklingur að uppfylla til þess að fá niðurgreiðslu á stoð- og hjálpartækjum vegna sjúkdómsins fitubjúgs ( lipoedema)?
     2.      Hver hefur kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga Íslands verið vegna stoð- og hjálpartækja til einstaklinga með fitubjúg árlega síðastliðin fimm ár og hversu margar umsóknir hafa borist hvert ár?
     3.      Hafa Sjúkratryggingar Íslands hafnað því að taka þátt í kostnaði vegna stoð- og hjálpartækja fyrir einstaklinga með fitubjúg á síðastliðnum fimm árum og hversu margar umsóknir hafa borist hvert ár?
     4.      Hvaða kröfur eru gerðar til greiningar sjúklings og/eða meðferðar til að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði við aðgerðir vegna fitubjúgs?
     5.      Er unnið að undirbúningi þess að hægt verði að framkvæma aðgerðir vegna fitubjúgs hér á landi?


Skriflegt svar óskast.