Ferill 211. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 657  —  211. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Gísla Rafni Ólafssyni um málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála.

    Við vinnslu fyrirspurnarinnar var óskað eftir upplýsingum frá embættum ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara.

     1.      Hversu langan tíma tók hver rannsókn brots hjá lögreglu sem féll undir kynferðisbrotakafla (XXII. kafla) almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að brot var tilkynnt og þar til lögregla lauk rannsókn? Óskað er eftir tölfræði fyrir árin 2022 og 2023 sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.
    Ekki reyndist unnt að taka saman þær upplýsingar sem óskað er eftir í 1. tölul. fyrirspurnarinnar vegna umfangs þeirrar vinnu sem það hefði í för með sér. Þar af leiðandi er tekinn saman meðalmálsmeðferðartími viðkomandi brota sem finna má í svari við 2. tölul. fyrirspurnarinnar.

     2.      Hver var meðalmálsmeðferðartími rannsókna brota hjá lögreglu sem féllu undir XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að brot var tilkynnt og þar til lögregla lauk rannsókn? Óskað er eftir tölfræði fyrir árin 2022 og 2023 sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.
    Hér að aftan eru teknar saman upplýsingar um málsmeðferðartíma mála hjá lögreglu í brotum sem falla undir kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, árið 2022 og frá janúar til september 2023 eins og þau birtast í málaskrárkerfi lögreglu (LÖKE). Samkvæmt upplýsingum frá embættunum er skráning í málaskrárkerfi lögreglu með þeim hætti að ekki er með auðveldum hætti hægt að taka út upplýsingar um aldur brotaþola. Því er ekki hægt að sundurliða málsmeðferðartímann sem fyrirspurnin lýtur að eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur. Þegar vísað er til kynferðisbrota gegn börnum í umfjöllun og tölfræði hér er því átt við brot gegn 200.–202. gr. og 204. gr. almennra hegningarlaga.
    Meðfylgjandi tölfræði er varðar kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot tekur til bæði ungra og fullorðinna brotaþola en brot gegn 199. gr. almennra hegningarlaga getur beinst gegn bæði fullorðnum og börnum á aldrinum 15–18 ára og brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga getur beinst gegn brotaþolum óháð aldri. Þá er vakin athygli á því að í málaskrá lögreglu getur eitt og sama mál verið skráð sem fleiri en ein tegund af kynferðisbroti og því fallið í fleiri en einn fasa. Hér að aftan er að finna tölfræði yfir mál sem lokið var á umræddu tímabili en slík nálgun er notuð þegar skoða á málsmeðferðartíma nálægt í tíma. Vert er að hafa í huga að hver fasi getur innihaldið marga ferla og stöður innan máls, allt frá móttöku, í rannsókn og ákærumeðferð.

    Meðalmálsmeðferðartími allra kynferðisbrota hjá lögreglu* á árinu 2022 og til og með september 2023 (hér eru talin öll mál, líka þau mál sem farin eru til héraðssaksóknara til meðferðar):
    
Móttaka máls Rannsóknarmeðferð     Ákærumeðferð Alls
Ár Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála
2022 12,1 468 258,7 472 98,9 466 355,6 480
2023 9,6 326 276,9 331 107,2 323 381,1 334

* Þegar vísað er til lögreglu er átt við öll lögregluembætti í landinu.

    Meðalmálsmeðferðartími kynferðisbrota gegn barni, þ.e. brot gegn 200.–202. og 204. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, hjá lögreglu á árinu 2022 og til og með september 2023 (hér eru talin öll mál, líka þau mál sem farin eru til héraðssaksóknara til meðferðar):

Móttaka máls Rannsóknarmeðferð     Ákærumeðferð Alls
Ár Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála
2022 10,9 86 282,1 85 68,5 90 336,2 92
2023 8,1 67 323,9 68 95,6 64 410,8 69
    
    Meðalmálsmeðferðartími blygðunarsemisbrota, sbr. 209. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, hjá lögreglu á árinu 2022 og til og með september 2023 (hér eru talin öll mál, líka þau mál sem farin eru til héraðssaksóknara til meðferðar):
    
Móttaka máls Rannsóknarmeðferð     Ákærumeðferð Alls
Ár Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála
2022 19,9 94 281,1 88 85,3 88 361,1 94
2023 10,1 45 238,5 42 100,2 44 337,2 45

    Meðalmálsmeðferðartími kynferðislegrar áreitni, sbr. 199. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, hjá lögreglu á árinu 2022 og til og með september 2023 (hér eru talin öll mál, líka þau mál sem farin eru til héraðssaksóknara til meðferðar):

Móttaka máls Rannsóknarmeðferð     Ákærumeðferð Alls
Ár Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála
2022 12,2 69 195,9 70 83,1 67 283,5 71
2023 16,1 50 203,3 49 85,7 46 285,1 51

     3.      Hversu langan tíma tók hver afgreiðsla máls hjá héraðssaksóknara vegna brota á XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að rannsókn máls lauk hjá lögreglu og þar til héraðssaksóknari tók ákvörðun um að fella málið niður eða gefa út ákæru? Óskað er eftir tölfræði fyrir árin 2022 og 2023 sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.
    Við framsetningu tölfræðinnar var leitast við að setja fram upplýsingar frá ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara með sambærilegum hætti. Tekinn var saman meðalmálsmeðferðartími þeirra brota sem óskað er eftir upplýsinga um og vísast til 4. tölul. fyrirspurnarinnar er það varðar.
     4.      Hver var meðalafgreiðslutími mála hjá héraðssaksóknara vegna brota á XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að rannsókn máls lauk hjá lögreglu og þar til héraðssaksóknari tók ákvörðun um að fella málið niður eða gefa út ákæru? Óskað er eftir tölfræði fyrir árin 2022 og 2023 sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.
    Hér að aftan eru teknar saman upplýsingar um málsmeðferðartíma mála hjá héraðssaksóknara, þ.m.t. dómsmeðferð. Þegar vísað er til kynferðisbrota gegn börnum í neðangreindri tölfræði er átt við brot gegn 200.–202. gr. og 204. gr. almennra hegningarlaga. Eins og áður hefur komið fram var leitast við að setja fram upplýsingar frá ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara með sambærilegum hætti og því vísast til fyrri umfjöllunar um framsetningu tölfræðinnar í svari við 2. tölul. fyrirspurnarinnar.

    Meðalmálsmeðferðartími allra kynferðisbrota hjá héraðssaksóknara á árinu 2022 og til og með september 2023, flokkað eftir því hvort mál var til ákærumeðferðar eða dómsmeðferðar:

Ákærumeðferð Dómsmeðferð Alls
Ár Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála
2022 176,1 171 223,9 59 262,8 171
2023 205,5 133 177,7 36 282,3 133

    Meðalmálsmeðferðartími kynferðisbrota gegn barni, þ.e. brot gegn 200.–202. og 204. gr., hjá héraðssaksóknara á árinu 2022 og til og með september 2023, flokkað eftir því hvort mál var til ákærumeðferðar eða dómsmeðferðar:

Ákærumeðferð Dómsmeðferð Alls
Ár Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála
2022 161,4 43 207,6 19 237,5 43
2023 173,3 38 274,2 13 263,3 30
    
    Meðalmálsmeðferðartími blygðunarsemisbrots, sbr. 209. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, hjá héraðssaksóknara á árinu 2022 og til og með september 2023, flokkað eftir því hvort mál var til ákærumeðferðar eða dómsmeðferðar:

Ákærumeðferð Dómsmeðferð Alls
Ár Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála
2022 206,1 29 192,2 10 289 29
2023 242,6 25 206,9 9 293,2 25

    Meðalmálsmeðferðartími kynferðislegrar áreitni, sbr. 199. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, hjá héraðssaksóknara á árinu 2022 og til og með september 2023, flokkað eftir því hvort mál var til ákærumeðferðar eða dómsmeðferðar:

Ákærumeðferð Dómsmeðferð Alls
Ár Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála Meðaltal daga Fjöldi mála
2022 238,7 23 219,7 5 303,8 23
2023 165,5 21 178,1 11 307,9 21
     5.      Hversu langan tíma tók málsmeðferð hvers brots sem féll undir XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að héraðssaksóknari ákvað að gefa út ákæru og þar til dómur var kveðinn upp fyrir héraðsdómstólum? Óskað er eftir tölfræði fyrir árin 2022 og 2023 sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.
    Sjá svar við 4. tölul. fyrirspurnarinnar.

     6.      Hver var meðalmálsmeðferðartími brota sem féllu undir XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að héraðssaksóknari ákvað að gefa út ákæru og þar til dómur var kveðinn upp fyrir héraðsdómstólum? Óskað er eftir tölfræði fyrir árin 2022 og 2023 sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.
    Sjá svar við 4. tölul. fyrirspurnarinnar.