Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 693  —  238. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.

    Á eftir 2. gr. komi ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Vísindaráðgjafarnefnd á sviði menntamála.

    Vísindaráðgjafarnefnd á sviði menntamála skal vera Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og ráðherra til ráðgjafar á sviði fræðslu- og menntamála barna og ungmenna. Ráðherra skipar formann til fimm ára í senn og skal hann vera framúrskarandi fræðimaður á sviðinu á alþjóðlega vísu með mikla reynslu af rannsóknum og fræðiskrifum. Ráðherra skal skipa aðra nefndarmenn, að tillögu formanns, sem eru fræðimenn, hver á sínu sviði. Vísindaráðgjafarnefnd skal funda þrisvar á ári og oftar ef þurfa þykir. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu getur leitað álits hjá nefndinni um ákveðin málefnasvið á breiðum grundvelli og nefndin verið henni til ráðgjafar um langtímastefnumótun um starfsemi stofnunarinnar. Nefndin skal upplýsa árlega um rannsóknir í heiminum sem hún telur æskilegt að stofnunin kynni sér. Hún skal einnig upplýsa ráðherra um það sem hún telur að betur mætti fara í skólastarfi í landinu og gera tillögur til úrbóta.