Ferill 368. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 790  —  368. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur um barnabætur.


    Eftirfarandi svör eru unnin upp úr frumálagningarskrám Skattsins vegna tekjuársins á undan. Ártöl miðast þannig við álagningarár. Til einföldunar er miðað við fjölda foreldra sem fá greiddar barnabætur og er þeim síðan skipt eftir því hvort þeir eru einstæðir foreldrar, hjón eða samskattað sambúðarfólk. Hjón og samskattað sambúðarfólk teljast því sem tveir einstaklingar og einstæðir foreldrar sem einn einstaklingur. Skilgreining barnafjölskyldu miðast þannig við þessa skiptingu.

     1.      Hve margar barnafjölskyldur nutu óskertra barnabóta á árunum 2013–2023, greint eftir árum?
    Alls nutu 9.927 foreldrar óskertra barnabóta árið 2023 en tíu árum áður nutu 10.596 foreldrar óskertra barnabóta. Eftirfarandi tafla sýnir hvernig fjöldi þeirra sem naut óskertra barnabóta hefur þróast frá árinu 2013, greint eftir hjónum og sambúðarfólki annars vegar og einstæðum foreldrum hins vegar.

Ár Hjón og sambúðarfólk Einstæðir foreldrar Foreldrar alls
2013 6.663 3.933 10.596
2014 5.628 3.540 9.168
2015 4.561 3.100 7.661
2016 3.482 2.499 5.981
2017 3.369 2.410 5.779
2018 3.202 2.213 5.415
2019 5.209 3.034 8.243
2020 6.472 3.188 9.660
2021 7.762 3.553 11.315
2022 8.033 3.954 11.987
2023 6.953 2.974 9.927

     2.      Hve margar barnafjölskyldur alls nutu barnabóta á árunum 2013–2023, greint eftir árum?
    Alls nutu 55.842 foreldrar barnabóta árið 2023 en tíu árum áður fengu alls 56.657 foreldrar greiddar barnabætur. Eftirfarandi tafla sýnir hvernig fjöldi þeirra sem njóta barnabóta hefur þróast frá árinu 2013, greint eftir hjónum og sambúðarfólki annars vegar og einstæðum foreldrum hins vegar.

Ár Hjón og sambúðarfólk Einstæðir foreldrar Foreldrar alls
2013 44.918 11.739 56.657
2014 41.633 11.838 53.471
2015 36.658 11.690 48.348
2016 33.258 11.490 44.748
2017 32.132 11.320 43.452
2018 33.790 11.179 44.969
2019 35.619 11.006 46.625
2020 36.544 11.009 47.553
2021 38.074 11.017 49.091
2022 40.030 11.277 51.307
2023 44.134 11.708 55.842

     3.      Hve margar barnafjölskyldur hefðu átt rétt á barnabótum ef engin skerðingarviðmið barnabóta væru tiltekin í lögum á árunum 2013–2023, greint eftir árum?
    Ef engin skerðingarviðmið barnabóta væru í lögum eftir því hversu miklar tekjur eða eignir foreldrar hefðu á milli handanna fengju allir foreldrar barna að 18 ára aldri barnabætur. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda foreldra, hjóna og sambúðarfólks annars vegar og einstæðra foreldra hins vegar, sem eiga að minnsta kosti eitt barn undir 18 ára.

Ár Hjón og sambúðarfólk Einstæðir foreldrar Foreldrar alls
2013 68.070 13.001 81.071
2014 67.732 13.041 80.773
2015 67.420 13.052 80.472
2016 67.376 12.937 80.313
2017 66.584 12.754 79.338
2018 66.758 12.856 79.614
2019 67.648 12.766 80.414
2020 68.740 12.522 81.262
2021 70.264 12.568 82.832
2022 71.508 12.564 84.072
2023 73.136 12.785 85.921