Ferill 582. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 798  —  582. mál.
Leiðréttur texti.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fullnustu dóma.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Um hvers konar kynferðisbrot var að ræða í fjórum fangelsisdómum fyrir kynferðisbrot sem höfðu fyrnst síðastliðinn áratug, sbr. skýrslu Ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun, og hversu þungir dómar höfðu fallið í þeim?
     2.      Um hvers konar ofbeldisbrot var að ræða í alls 31 dómi fyrir ofbeldisbrot sem höfðu fyrnst á sama tímabili og hversu þungir dómar höfðu fallið í þeim?
     3.      Telur ráðherra boðlegt að vegna vanfjármögnunar hafi fangelsi landsins ekki burði til að framfylgja niðurstöðum dómstóla og fullnusta refsidóma?
     4.      Um hversu margra ára skeið hefur Fangelsismálastofnun sætt niðurskurðarkröfum?


Skriflegt svar óskast.