Ferill 498. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 818  —  498. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Jódísi Skúladóttur um Hríseyjarferjuna.


     1.      Hvenær hyggst ráðherra bjóða út rekstur Hríseyjarferjunnar að nýju eftir niðurstöðu kærunefndar útboðsmála?
    Hríseyjarferjan verður rekin af Vegagerðinni út árið 2024 að minnsta kosti en hugað verður að nýju útboði fyrir árið 2025.

     2.      Hvaða forsendur liggja að baki fækkun ferða Hríseyjarferjunnar um allt að 20% eins og fram kom í útboðsgögnum Vegagerðarinnar?
    Í útboðsskilmálum kemur fram að Vegagerðin áskilji sér rétt til að fjölga eða fækka ferðum um 20% á samningstímanum. Réttindaákvæði sem þetta er ekki óalgengt í útboðsskilmálum. Ákvæðið er til þess fallið að veita svigrúm til að auka eða draga úr framboði ef breytingar verða á rekstrarforsendum á samningstíma.

     3.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að Vegagerðin annist rekstur ferjunnar?
    Ef ekki berast fýsileg tilboð frá rekstraraðilum um rekstur ferjunnar, þá kemur til álita að Vegagerðin reki hana áfram.

     4.      Í ljósi aðstæðna, hvernig eru sjúkra- og neyðarflutningar tryggðir frá Hrísey?
    Fyrirhugað er að forsendur fyrir sjúkra- og neyðarflutningum frá Hrísey verði með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Niðurstaða kærumála og hvernig fyrirkomulag reksturs verður er ekki endanlega frágengið en ekki er gert ráð fyrir að breytingar verið á þjónustu við Hrísey.