Ferill 545. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 868  —  545. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Gísla Rafni Ólafssyni um innleiðingu sáttmála um ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvenær hyggst ráðherra innleiða sáttmála C190 sem Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti og er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu?

    Ráðherra hefur skipað vinnuhóp sem falið hefur verið að greina efni samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 190, um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni, og leggja mat á hvort og þá hvaða breytingar á löggjöf fullgilding umræddrar samþykktar hérlendis hefur í för með sér en vinnuhópurinn tók til starfa í ársbyrjun 2023.
    Þar sem vinnu framangreinds vinnuhóps er enn ekki lokið er óljóst hvenær unnt verður að taka til efnislegrar meðferðar á Alþingi fullgildingu umræddrar samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.