Ferill 395. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1139  —  395. mál.




Svar


háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Elvu Dögg Sigurðardóttur um samfélagslega nýsköpun.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Eru einhver mælitæki nýtt til að mæla samfélagslega nýsköpun og framfarir í tengslum við hana á Íslandi?
     2.      Er hugtökin
samfélagsleg nýsköpun og samfélagslegt frumkvöðlastarf að finna í markmiðasetningu ráðuneytisins eða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland?
     3.      Hversu háa styrki hafa verkefni á sviði samfélagslegrar nýsköpunar hlotið undanfarin tíu ár? Hvert er hlutfall þeirra styrkja af heildarfjárhæð stuðnings til nýsköpunar?


    Hjá stofnunum og sjóðum á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis er unnið að ýmsum aðgerðum á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og framfara í tengslum við hana. Í því efni má einnig vísa til gildandi fjármálaáætlunar og stefnu ráðherra um Árangur fyrir Ísland, sbr. þingsályktun nr. 812/154. Almennt er stuðst við þau mælitæki sem felast í skilgreiningu aðgerða til að ná skilgreindum markmiðum í samræmi við stefnur málefnasviða og málaflokka í fjármálaáætlun og fjárlögum. Ráðuneytið undirbýr birtingu á framgangi skilgreindra aðgerða í þessu sambandi í svonefndu mælaborði á vef ráðuneytisins. Þá birtir forsætisráðuneyti reglulega framgang aðgerða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
    Í fjármálaáætlun er lýst mælikvörðum fyrir markmið á málefnasviði 07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar. Undir málaflokki 07.10 Samkeppnissjóðir og alþjóðlegt samstarf er m.a. lýst mælikvörðum vegna markmiðs um hagnýtingu hugvits og nýskapandi lausna á brýnum samfélagslegum áskorunum:
     *      Opinn aðgangur að niðurstöðum rannsókna aukist úr 75% í 85% árið 2028.
     *      Veittum einkaleyfum fjölgi úr 18 í 32 árið 2028.
     *      Veittum styrkjum til lausna við samfélagslegum áskorunum aukist úr 2 milljörðum kr. í 2,4 milljarða kr.
    Eftirfarandi mælikvörðum er lýst fyrir málaflokk 7.20 Nýsköpun, hugvitsiðnaður og samkeppnishæfni vegna markmiðs um aukna hagnýtingu tæknilausna í þágu samfélagslegra áskorana:
     *      Að hagnýting tæknilausna í þágu samfélagsáskorana aukist úr Y í Z árið 2028.
     *      Að dragi úr losun GHL frá Íslandi úr 2730 í minna en 2500 árið 2028.
    Í fjármálaáætlun er lýst mælikvörðum fyrir markmið á málefnasviði 21 Háskólastig. Undir málaflokki 21.1 Háskólar og rannsóknastarfsemi er m.a. lýst mælikvörðum vegna markmiðs um aukið samstarf háskóla í þágu gæða og samfélags:
     *      Fjölgun sameiginlegra námsleiða innlendra háskóla úr 8 í 20 árið 2028.
     *      Inntaka nemenda í háskólanám á grundvelli raunfærnimats aukist úr 34 í 120 árið 2028.
     *      Hlutfall brautskráðra nemenda í STEM-greinum og heilbrigðisvísindum aukist úr 18/16% í 22/20% árið 2028.
    Af aðgerðum sem lýst er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem falla undir samfélagslega nýsköpun má nefna eftirfarandi:
     *      Markáætlun um samfélagslegar áskoranir á sviði máltækni, umhverfismála- og sjálfbærni, tæknibreytinga á vinnumarkaði og heilbrigðisvísinda verður framhaldið allt kjörtímabilið.
     *      Efling rannsóknastarfs um land allt.
     *      Tryggt verði fjármagn til loftslagsverkefna og grænna lausna úr endurskilgreindum Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Tækniþróunarsjóði.
     *      Haldið verður áfram að styðja við nýsköpun, m.a. með regluverki og umhverfi sem styður við stofnun og rekstur fyrirtækja, ekki síst í fámennari byggðum.
     *      Haldið verður áfram að styrkja uppbyggingu nýsköpunar á landsbyggðinni með Lóu – nýsköpunarstyrkjum.
    Hugtökin samfélag og nýsköpun koma samtals um 135 sinnum fyrir í umfjöllun um málefnasvið 7 og 21 í fjármálaáætlun en þar standa þau þó hvergi saman. Hugtakið samfélag er í þingsályktun nr. 812/154 notað í tengslum við samfélagslegar áskoranir og þekkingarsamfélag.
    Svör við fyrirspurninni miðast við þær upplýsingar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur aðgang að í skjalasafni þess frá því að það tók til starfa 1. febrúar 2022, sbr. forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 6/2022.
    Sjóðir sem heyra undir ráðuneytið eru ekki flokkaðir eftir því hvort þeir veita styrki til samfélagslegrar nýsköpunar. Þó má færa rök fyrir því að samfélagsleg nýsköpun eigi við um styrki sem veitt er úr Fléttunni og Samstarfi háskóla, styrkveitingar úr Markáætlun á sviði vísinda og tækni um samfélagslegar áskoranir, styrki úr Tækniþróunarsjóði, styrki úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hafa þarf þó í huga að flokkun styrkja er í mörgum tilvikum byggð á skilgreiningu umsækjenda styrks í styrkumsókn.

Fléttan.
    Af hálfu ráðuneytisins hefur verið lögð áhersla á örvun nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu með Fléttunni sem eru styrkir sem veittir eru til samstarfs nýsköpunarfyrirtækja og heilbrigðisstofnana fyrir vörur og þjónustu sem er til þess fallin að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni heilbrigðiskerfisins. Á árinu 2023 var 100 millj. kr. úthlutað úr Fléttunni. Styrkveitingin er háð því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur skuldbundið sig til að innleiða þá nýsköpun sem styrkur er veittur til. Sérstök áhersla er lögð á stuðning við samstarf hins opinbera og einkaaðila um land allt.

Yfirlit yfir styrkveitingar úr Fléttunni 2022 og 2023.

Umsækjandi Lýsing Samstarfsaðili Styrkur í kr.
Fleygiferð ehf. Innleiðing Leviosa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands 11.000.000
Mín líðan ehf. Staðlaðar netmeðferðir við þunglyndi, kvíða, félagskvíða og lágu sjálfsmati inn á Heilsugæslur höfuðborgarsvæðisins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 7.000.000
Gangverk ehf. – dala.care Persónumiðuð umönnunaráætlun í heimaþjónustu ljósmæðra Fæðingarheimili Reykjavíkur 8.000.000
Mobile Health Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi á heilsugæslu Heilsugæslustöðvar 8.000.000
Sidekick Health Stafrænn stuðningur við brjóstakrabbameini LSH og Ljósið 12.000.000
Tiro ehf. Diktering á íslensku í heilbrigðiskerfinu Landspítali 8.000.000
Hrafnista, Hraunvangi Smáforritið Iðunn ORIGO 11.000.000
Kara Connect ehf. Arðbær fjárfesting í velferð starfsmanna Landspítali 6.300.000
DataLab Ísland Hagnýting stafrænna gagna í starfsemi göngudeildar geðsviðs Landspítala Landspítali 11.500.000
Medvit Health Taugin – verkfæri við taugasálfræðimat á heilabilun og heilaskaða Landspítali 8.000.000
Proency Stafræn flokkun tilvísana og forgangsröðun í sálfræðiþjónustu Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu: Eftirlit og rafrænn meðferðarstuðningur. Geðheilsusvið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 6.300.000
Ljósið Innleiðing WHODAS matstækis fyrir skilvirkari og markvissari meðferðaráætlanir ORIGO 7.000.000
Skræða ehf. Stafrænar fyrirlagnir mælitækja og matslista til greiningar og meðferðarmats á geð-, þroska- og hegðunarröskunum Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 9.000.000
Sidekick Health Fjarvöktun og fjarstuðningur við sjúklinga á hjartadeild Landspítala. Landspítali 9.000.000
Einurð Innleiðing IPS jafningjaþjálfunar á Íslandi. Stuðningur – Þjálfun – Nýsköpun. Landspítali, Hlutverkasetur, Íslenski ferðaklasinn, Lifekeys, IPS International 6.000.000
Nordverse Medical Solutions Prescriby – Innleiðing öruggari meðferða ávanabindandi lyfja Þjónustumiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Nordverse Medical Solutions 4.000.000
Fleygiferð ehf. Innleiðing Leviosa á Reykjalundi Reykjalundur 9.000.000
Kara Connect ehf. Velferðartorg starfsmanna Landspítala Landspítali 9.000.000
SVAI ehf. Fækkun spítalasýkinga er verða með beinu snertismiti leyst með hátækni og gervigreindarhugbúnaði. Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri 9.000.000
Dicino Medical Technologies Fjöltyngt forskráningarkerfi:
Hugbúnaður sem er fjöltyngt forskráningarkerfi sjúklinga við komu til læknis/heilsugæslu. Ný þjónusta við sjúklinga sem getur stytt biðtíma, létt á starfsfólki og fækkað mistökum.
Heilsugæslan, Landlæknir, Dicino Medical Technologies 5.000.000
Samtals 164.100.000

Samstarf háskóla.
    Frá hausti 2022 hefur í tvígang verið úthlutað styrkjum til háskóla og starfsaðila þeirra undir heitinu Samstarf háskóla sem miðar að því að auka gæði háskólanáms og samkeppnishæfni háskólanna. Ráðherra úthlutaði nýlega styrkjum í Samstarfi háskóla til 35 verkefna styrk samanlagt fyrir tæplega 1,6 milljarða kr. Við styrkveitingu voru sex megináherslur að þessu sinni og bárust umsóknir í eftirtöldum flokkum.
    Sameining háskóla – fimm umsóknir.
    Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða til að auka gæði, hagkvæmni og skilvirkni – 14 umsóknir.
    Lausnir við samfélagslegum áskorunum svo sem loftslagsmál, heilbrigðisþjónusta og gervigreind – 10 umsóknir.
    Nýsköpun í háskólastarfi, svo sem með nútímalegri kennsluháttum, þverfaglegu námi og fjarnámi – 15 umsóknir.
    Alþjóðleg sókn íslenskra háskóla og alþjóðavæðing – sex umsóknir.
    Iðkun á þriðja hlutverki háskóla svo sem með áherslu á lýðræðislega umræðu – fimm umsóknir.

Yfirlit yfir styrkveitingar úr samstarfi háskóla 2023 og 2024.

Heiti verkefnis Lykilorð Upphæð í kr.
Sameinaður háskóli, Háskólans á Akureyri (HA) og Háskólans á Bifröst (HB) Sameining háskóla 200.000.000
Rannsóknasjóður sameinaðs háskóla HA og HB Sameining háskóla 250.000.000
Háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á Hólum (HH) Sameining háskóla 200.000.000
Vettvangsakademía á Hofstöðum í Mývatnssveit Sameining háskóla 31.900.000
Ferðamálanám til framtíðar Sameining háskóla 30.000.000
Þverfaglegt nám í sjálfbærri byggðafræði Sameining háskóla 29.250.000
Nemendum auðveldað að stunda meistaranám við fleiri en einn háskóla Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða 36.765.000
Þrívíddarprentun og sýndarveruleiki notaður til að bæta heilbrigðisþjónustu og auka öryggi sjúklinga Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða 31.104.333
Efling samstarfs um nám í GIS og fjarkönnun Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða 31.104.333
EduChain nýtt til að sannreyna alþjóðleg prófskírteini og auðvelda fólki með erlendar prófgráður þátttöku í íslensku samfélagi Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða 28.800.000
Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða 25.600.000
GAGNÍS – fræðsla, aukin þjónusta og umfang Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða 23.800.000
Rammasamningur HÍ og HR Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða 19.800.000
SamLeið: Sameiginleg leiðbeinendaþjálfun á Íslandi Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða 10.000.000
Rafræn miðlun fræðandi efnis um jafnréttismál Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða 3.800.000
Nám í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun Lausnir við samfélagslegum áskorunum 69.062.000
Sérfræðinám í klínískri taugasálfræði Lausnir við samfélagslegum áskorunum 40.200.000
Fagmál hjúkrunar (ICNP) til kennslu og rannsókna Lausnir við samfélagslegum áskorunum 40.000.000
Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið Lausnir við samfélagslegum áskorunum 35.100.000
Þróun kennslu, náms og val á nemendum í hjúkrun Lausnir við samfélagslegum áskorunum 31.034.194
Klínísk málsýnagreining Lausnir við samfélagslegum áskorunum 22.600.000
Efling klínískrar lyfjafræði á Akureyri Lausnir við samfélagslegum áskorunum 17.780.000
Efling tæknináms á Norðurlandi: Tæknifræði Háskólans í Reykjavík í Háskólanum á Akureyri Nýsköpun í háskólastarfi 57.490.000
Forskot Íslands í tölvusönnun Nýsköpun í háskólastarfi 51.840.000
Innleiðing á raunfærnimati til styttingar náms Nýsköpun í háskólastarfi 40.000.000
Rannsóknanám í listum og listfræði Nýsköpun í háskólastarfi 37.000.000
Örnám í framleiðslu í skapandi greinum Nýsköpun í háskólastarfi 24.035.000
Sjálfbær landbúnaður og byggðaþróun: Meistaranám Nýsköpun í háskólastarfi 18.000.000
Snjallræði Nýsköpun í háskólastarfi 15.000.000
Fjölmiðla- og boðskiptanám á tímum upplýsingaóreiðu Nýsköpun í háskólastarfi 10.859.000
Financial Economics Group – Iceland (FEGI) Nýsköpun í háskólastarfi 6.650.000
Sókn og nýsköpun háskóla í evrópskum háskólanetum Alþjóðleg sókn íslenskra háskóla og alþjóðavæðing 7.200.000
Forritunarkeppni háskólanna á Íslandi (FKHÍ) – ICPC Alþjóðleg sókn íslenskra háskóla og alþjóðavæðing 4.800.000
Að innleiða bestu starfsvenjur í tengslum við taugafjölbreytileika (Establishing Neurodiversity Best Practices) Iðkun á þriðja hlutverki háskóla 48.666.150
Inngilding í íslensku háskólasamfélagi Iðkun á þriðja hlutverki háskóla 48.250.000
Inngildandi nám á háskólastigi Iðkun á þriðja hlutverki háskóla 15.000.000
Fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum Fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum 165.000.000
Ugla þróuð til að bæta þjónustu við háskólanema Stjórnsýsla og stoðþjónusta 102.000.000
Sameiginlegt átak í íslensku, m.a. með fjarnámi Efling íslenskra háskóla á alþjóðlegum vettvangi, efling íslensku og máltækni, aukin gæði háskólanáms 100.000.000
Nýtt meistaranám í netöryggi Nám óháð staðsetningu, fjölgun erlendra nema, STEAM-greinar, aukin gæði háskólanáms 90.000.000
Ný námsbraut fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð Efling íslenskra háskóla á alþjóðlegum vettvangi, nýting rannsóknarinnviða, sjálfbærni, nám óháð staðsetningu, fjölgun erlendra nemenda, STEAM, aukin gæði háskólanáms 64.000.000
Þverfaglegt meistaranám í heilbrigðislausnum og í svefni Efling íslenskra háskóla á alþjóðlegum vettvangi, nýting rannsóknarinnviða, sjálfbærni, nám óháð staðsetningu, fjölgun erlendra nemenda, STEAM, aukin gæði háskólanáms 64.000.000
Öflugt háskólanám í þágu fiskeldis Efling íslenskra háskóla á alþjóðlegum vettvangi, nýting rannsóknarinnviða, sjálfbærni, nám óháð staðsetningu, STEAM-greinar, aukin gæði háskólanáms 58.000.000
Samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi Efling íslenskra háskóla á alþjóðlegum vettvangi, nýting rannsóknarinnviða 54.000.000
Undirbúningsnámsleið fyrir innflytjendur og flóttamenn á Íslandi Fjölgun erlendra nemenda, aukin gæði háskólanáms 53.000.000
Fagmenntuðu leikskólastarfsfólki fjölgað og fjarnám eflt Nám óháð staðsetningu, fjölgun nemenda í menntavísindum 48.000.000
Aukin starfsþróun háskólakennara til að auka gæði kennslu í stafrænu samfélagi Aukin gæði háskólanáms 46.000.000
Nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis Nám óháð staðsetningu, samstarf við atvinnulíf, þverþjóðlegt samstarf 35.000.000
Öflugra tækninám á Norðurlandi 33.000.000
Ísland verði í forystu í framleiðslu nýrra próteina Efling íslenskra háskóla á alþjóðlegum vettvangi, nýting rannsóknarinnviða, sjálfbærni 32.000.000
Nemendum í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði fjölgað STEAM-greinar 30.000.000
Gagnaþjónusta félagsvísinda efld Nýting rannsóknarinnviða 30.000.000
Samþætting og þróun IRIS (upplýsingagátt rannsókna) Efling íslenskra háskóla á alþjóðlegum vettvangi, nýting rannsóknarinnviða, sjálfbærni 28.000.000
STEAM í Sögu STEAM-greinar 28.000.000
Akademía íslenska hestsins Fjölgun erlendra nemenda, aukin gæði háskólanáms 22.000.000
Efling náms og rannsókna á sviði menningar og skapandi greina Sjálfbærni, efling íslensku og máltækni, nám óháð staðsetningu 21.000.000
Þverfaglegt nám í skipulagsfræði Sjálfbærni, nám óháð staðsetningu, STEAM-greinar 21.000.000
Sameiginlegt meistaranám í heilsugæsluhjúkrun Nám óháð staðsetningu, fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum, aukin gæði háskólanáms 9.000.000
Íþróttasálfræði á meistarastigi Nám óháð staðsetningu, fjölgun nemenda í menntavísindum 8.000.000
Kennslufræði raungreina Nám óháð staðsetningu 4.000.000
Samtals 2.737.490.010

    a.    Markáætlun á sviði vísinda og tækni um samfélagslegar áskoranir styrkir verkefni í þremur flokkum verkefna: umhverfismál og sjálfbærni; heilsa og velferð; og líf og störf í heimi breytinga. Einungis hefur verið veitt einu sinni úr markáætlun um samfélagslegar áskoranir árið 2020, en þá var rúmum 669 millj. kr. veitt til verkefna.
            Að neðan má sjá yfirlit yfir þau verkefni sem þá voru styrkt.

Heiti verkefnis Lykilorð Upphæð í kr.
Sjálfbært heilsusamlegt mataræði: Vísindi sem vegvísir í átt að sjálfbærri framtíð Sjálfbærni, matvælaframleiðsla, kolefnisspor, næring, lífsferilsgreining, fæðuöryggi 80.133.000
Leit að lífmerkjum í heilamyndum fyrir snemmbúna greiningu á Parkinson plús sjúkdómum Segulómun, heili, myndflokkun, lífmerki, parkinson plús, heilabilun, djúp tauganet 40.000.000
Lóan: Dregið úr áleitnum endurminningum eftir áföll með hugrænu inngripi Áföll, stutt inngrip, áfallastreituröskun, áleitnar minningar, geðheilbrigði, meðferð, aðgengi að meðferð 70.460.000
Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld – áskoranir, leiðir og ávinningur Líffræðileg fjölbreytni, kolefnisbinding, stjórnarhættir, landslag, vistvænar lausnir, haghafar, fagurferði 112.141.000
Bætt þjónusta við sjúklinga með hjarta- og æðasjúkdóma með stafrænni nálgun Stafrænar lausnir, smáforrit, hjartasjúkdómar, lífstílsmeðferð, fjarvöktun, meðferð 173.141.000
Sjálfbær staðbundin nýting hráefna í áburð – heildstæð nálgun að hringrásarhagkerfi Hringrásarhagkerfi, áburður, lífrænt, sjálfbært, food security 162.405.000
Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum Vistkerfi nýsköpunar, byggðaþróun, nýsköpun, landsbyggðir 30.898.000
Samtals 669.178.000

    b.    Tækniþróunarsjóður styður þróunarstarf og rannsóknir sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Rannís hefur safnað gögnum um tengsl verkefna við Heimsmarkmið SÞ undanfarna þrjá umsóknarfresti. Umsækjendur hafa því hakað við allt að tvö heimsmarkmið í sínum umsóknum. Hér að neðan er yfirlit yfir styrkveitingar eftir einstökum heimsmarkmiðum. Þó er settur sá fyrirvari að þar sem umsækjendur geta hakað við allt að tvö heimsmarkmið þá er fjármagn tvítalið hér að neðan.

Styrkveitingar eftir markmiði sem umsækjandi velur #1:

Heimsmarkmið Upphæð í kr.
1. Engin fátækt 20.000.000
2. Ekkert hungur 33.730.000
3. Heilsa og vellíðan 412.993.000
4. Menntun fyrir alla 120.000.000
5. Jafnrétti kynjanna 112.962.000
7. Sjálfbær orka 188.270.000
8. Góð atvinna og hagvöxtur 215.000.000
9. Nýsköpun og uppbygging 383.127.000
10. Aukinn jöfnuður 90.000.000
11. Sjálfbærar borgir og samfélög 35.000.000
12. Ábyrg neysla og framleiðsla 260.496.000
13. Aðgerðir í loftslagsmálum 213.977.000
14. Líf í vatni 30.000.000
16. Friður og réttlæti 50.000.000
17. Samvinna um markmiðin 50.000.000
Samtals 2.215.555.000

Styrkveitingar eftir markmiði sem umsækjandi velur #2:

Heimsmarkmið Upphæð í kr.
2. Ekkert hungur 20.000.000
3. Heilsa og vellíðan 39.996.000
4. Menntun fyrir alla 50.000.000
5. Jafnrétti kynjanna 58.050.000
6. Hreint vatn og hreinlætisaðstaða 20.000.000
7. Sjálfbær orka 60.000.000
8. Góð atvinna og hagvöxtur 234.663.000
9. Nýsköpun og uppbygging 761.405.000
10. Aukinn jöfnuður 70.000.000
11. Sjálfbærar borgir og samfélög 58.980.000
12. Ábyrg neysla og framleiðsla 264.601.000
13. Aðgerðir í loftslagsmálum 266.892.000
14. Líf í vatni 55.000.000
15. Líf á landi 24.000.000
16. Friður og réttlæti 10.000.000
Ekkert valið 221.968.000
Samtals 2.215.555.000

    c.    Nýsköpunarsjóður námsmanna veitir styrki til háskólanema í grunn- og meistaranámi og markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsóknar- og þróunarverkefnum. Á árunum 2014–2023 hefur sjóðurinn veitt 1.871 millj. kr. til launa stúdenta sem vinna í sumarvinnu að rannsóknar- og þróunarverkefnum.
    Málefni nýsköpunar voru áður vistuð í nýsköpunar- og iðnaðarráðuneyti. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti var stofnað 1. febrúar 2022. Upplýsingar liggja ekki fyrir í ráðuneytinu um flokkun styrkveitinga í fyrra ráðuneyti með tilliti til samfélagslegrar nýsköpunar. Af samanlögðum fjárheimildum í málaflokki 07.20 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar samkvæmt fjárlögum 2022 og 2023 er hlutdeild háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis 20,8 milljarðar kr. Á sama tímabili hefur Tækniþróunarsjóður úthlutað styrkjum fyrir 3,7 milljarða kr. sem skiptast m.a. í fyrrgreinda flokka samfélagslegrar nýsköpunar, sem samanlagt nema 2,2 milljörðum kr.