Ferill 783. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1190  —  783. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um aðgerðir gegn verðbólgu vegna erlendrar lántöku.

Frá Katrínu Sigríði J. Steingrímsdóttur.


     1.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til að sporna gegn verðbólgu sem fyrirséð er að fylgi heimild til 30 milljarða kr. viðbótarlántöku í fjáraukalögum fyrir árið 2024?
     2.      Telur ráðherra að hægt hefði verið að komast hjá slíkri lántöku með betri forgangsröðun í meðferð almannafjár og ábyrgari ríkisrekstri?
     3.      Hver áætlar ráðherra að verði kostnaður ríkisins við að endurgreiða þessi lán ef heimildin verður nýtt?


Skriflegt svar óskast.