Ferill 789. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1196  —  789. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um uppbyggingu jarðganga á Vestfjörðum.

Frá Katrínu Sigríði J. Steingrímsdóttur.


     1.      Kemur til greina að mati ráðherra að flýta áætluðum framkvæmdum við Súðavíkurgöng samkvæmt jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar, í ljósi þeirra aðstæðna sem íbúar Súðavíkur og nágrennis búa við vegna snjóflóða- og aurskriðuhættu?
     2.      Hefur ráðherra íhugað að flýta jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán til að tryggja íbúum svæðisins jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flugsamgöngum allan ársins hring?


Skriflegt svar óskast.