Ferill 946. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1407  —  946. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um gjaldheimtu af handhöfum stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Á 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 1130/2016, um heimild handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða til að leggja ökutæki í gjaldskylt bifreiðastæði án greiðslu, bæði við um gjaldskyld bifreiðastæði sem rekin eru af hinu opinbera og af einkaaðilum? Á ákvæðið bæði við um sérmerkt bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða og um önnur bifreiðastæði?
     2.      Hvernig framfylgir ráðuneytið heimild handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða til að leggja ökutæki í gjaldskylt bifreiðastæði án greiðslu, samanber fyrrnefnt ákvæði?
     3.      Hvaða úrræði eru til staðar fyrir handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða sem leggja ökutæki í gjaldskylt bifreiðastæði þegar þeir eru sektaðir fyrir að greiða ekki fyrir bifreiðastæðið þrátt fyrir fyrrnefnt ákvæði?


Skriflegt svar óskast.