Ferill 951. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1412  —  951. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um vistun fylgdarlausra barna á flótta sem eru ekki í fóstri á vegum barnaverndaryfirvalda.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða stofnanir og úrræði starfrækja íslensk stjórnvöld til að vista fylgdarlaus börn á flótta sem eru ekki í fóstri á vegum barnaverndaryfirvalda?
     2.      Hvaða aðilar hafa umsjón með þessum stofnunum og úrræðum, hverjir eru starfstitlar starfsfólks sem þar starfar, hver er viðvera starfsfólks og hvaða hæfniskröfur eru gerðar til þess?
     3.      Hvaða lög og reglur gilda um þessar stofnanir og úrræði og rekstur þeirra og hver hefur eftirlit með því að þeim sé fylgt?


Skriflegt svar óskast.