Ferill 971. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1434  —  971. mál.




Fyrirspurn


til forseta Alþingis um skrifleg svör forseta Alþingis við fyrirspurnum frá alþingismönnum.


Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvert er ferlið á skrifstofu Alþingis þegar fyrirspurn skv. 3. mgr. 8. gr., sbr. 57. gr., laga um þingsköp Alþingis berst frá alþingismanni sem óskar skriflegs svars? Hvernig er það skráð í skjalavistunarkerfi skrifstofunnar?
     2.      Hversu langur tími leið að jafnaði undanfarin þrjú ár frá því að fyrirspurn var útbýtt þar til forseti sendi skrifstofunni skriflegt svar til vinnslu? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
     3.      Hvaða aðilar á skrifstofunni sjá um vinnslu skriflegra svara, frágang þeirra, yfirlestur og sendingu til þingfundadeildar til skráningar? Hversu langan tíma tók hvert þessara skrefa að jafnaði undanfarin þrjú ár? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.


Skriflegt svar óskast.