Ferill 1009. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1474  —  1009. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um þjónustu við ungmenni sem eru ekki í vinnu, virkni eða námi.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hversu mörg ungmenni á aldrinum 16–18 ára stunda ekki nám?
     2.      Hverjar eru skyldur framhaldsskóla við ungmenni á aldrinum 16–18 ára sem þrífast ekki í framhaldsskóla og falla undir NEET-skilgreiningu um að vera ekki í vinnu, virkni eða námi (e. Not in Education, Employment, or Training, NEET)?
     3.      Hvaða þjónusta miðast sérstaklega að þessum hópi og er í boði á vegum stofnana ráðuneytisins eða aðila sem ráðuneytið á í samstarfi við?
     4.      Telur ráðherra þörf á breytingum á þjónustu við þennan hóp?


Munnlegt svar óskast.