Ferill 1021. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1486  —  1021. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um tölfræði um tekjur fólks eftir þjóðerni, eignir o.fl.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Heldur íslenska ríkið tölfræði um framlag fólks til hins opinbera eftir þjóðerni líkt og dönsk stjórnvöld gera með Det Nationale Integrationsbarometer? Ef svo er ekki, hefur ráðherra í hyggju að taka saman slíka tölfræði?
     2.      Heldur íslenska ríkið tölfræði um útgjöld hins opinbera til fólks eftir þjóðerni líkt og dönsk stjórnvöld gera með Det Nationale Integrationsbarometer? Ef svo er ekki, hefur ráðherra í hyggju að taka saman slíka tölfræði?
     3.      Heldur íslenska ríkið tölfræði um þróun ráðstöfunartekna og eigna og skulda eftir þjóðerni líkt og dönsk stjórnvöld gera með Det Nationale Integrationsbarometer og sambærilegt því sem gert er á vefsíðunni tekjusagan.is? Ef svo er ekki, hefur ráðherra í hyggju að taka saman slíka tölfræði?


Skriflegt svar óskast.