Ferill 1023. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1488  —  1023. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um yfirvinnu ríkisstarfsmanna.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hvert var hlutfall yfirvinnu af heildarlaunum ríkisstarfsmanna sem fengu greiddar yfirvinnustundir á árinu 2023, sundurliðað eftir stofnunum? Átt er við þær ríkisstofnanir þar sem launavinnslu er sinnt af Fjársýslunni.
     2.      Hver var meðalfjöldi yfirvinnustunda þeirra ríkisstarfsmanna sem fengu greiddar yfirvinnustundir á árinu 2023? Svar óskast sundurliðað eftir fastri yfirvinnu annars vegar og annarri yfirvinnu hins vegar.
     3.      Hver er stefna ráðuneytisins varðandi yfirvinnugreiðslur hjá ríkinu?


Skriflegt svar óskast.