Ferill 1097. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1631  —  1097. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um brjóstaskimanir.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.

     1.      Hver var árlegur fjöldi skimana fyrir brjóstakrabbameini á tímabilinu 2013–2023? Óskað er sundurliðunar eftir ári og aldri við skimun.
     2.      Hver var kostnaður ríkisins við brjóstaskimanir á sama tímabili, sundurliðað eftir ári?


Skriflegt svar óskast.