Ferill 1100. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1637  —  1100. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um starfsemi afeitrunardeildar fyrir ólögráða ungmenni á Landspítala.

Frá Sigmari Guðmundssyni.


     1.      Hversu mikið fjármagn er eyrnamerkt fyrir afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni, 33D, sem er sérhæfð fíknigeðdeild í húsi geðþjónustu Landspítala á Hringbraut?
     2.      Hversu mörg stöðugildi eru í deildinni og hversu margar vinnustundir voru skráðar á hana síðastliðið ár?
     3.      Hversu margar innlagnir hafa verið á deildina síðastliðið ár og hversu margar þeirra voru í þeim tilgangi að afeitra einstaklinga?
     4.      Hver er meðaltími innlagnar vegna afeitrunar á deildina?
     5.      Í hvaða formi er stuðningur og ráðgjöf til ungmenna sem leggjast inn á deildina?
     6.      Hvaða úrræði taka við eftir að afeitrun hefur farið fram á deildinni?


Skriflegt svar óskast.