Ferill 1101. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1638  —  1101. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um tjón eigenda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í Grindavík og aðkomu vátryggingafélaga.

Frá Birgir Þórarinsson.


     1.      Hefur ráðuneytið eða stofnun á vegum þess markvisst safnað upplýsingum um tilkynnt tjón til tryggingafélaga á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Grindavík frá 10. nóvember 2023?
     2.      Hefur ráðuneytið eða stofnun á vegum þess tekið saman upplýsingar um eigendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis sem hafa tilkynnt tjón en verið neitað um bótaskyldu af tryggingafélögum þar sem vátryggingarskilmálar ná ekki til tjóns þeirra?
     3.      Hvernig hefur verið staðið að upplýsingagjöf ráðuneytisins eða stofnana á vegum þess til eigenda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í Grindavík um þau úrræði sem þeim kunna að standa til boða eftir að tryggingafélög hafa neitað bótaskyldu?
     4.      Hafa farið fram viðræður milli ráðuneytisins og tryggingafélaga um hvort til greina komi að slaka á vátryggingarskilmálum vegna aðstæðna í Grindavík?
     5.      Hefur ráðuneytið eða stofnanir á vegum þess kortlagt hvaða tjón Grindvíkingar þurfa sjálfir að bera í þeim tilvikum þegar hvorki vátryggingar né Náttúruhamfaratrygging Íslands ná til þeirra og upphæðir þeirra tjóna sem ekki fást bætt?


Skriflegt svar óskast.