Ferill 1102. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1639  —  1102. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um sendiráð eða sendiskrifstofu á Spáni.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvaða möguleikar á opnun sendiskrifstofu eða sendiráðs á Spáni hafa verið skoðaðir í ráðuneytinu?
     2.      Hversu mikill er áætlaður kostnaður annars vegar við opnun sendiskrifstofu sem veitti Íslendingum á Spáni aðstoð og hins vegar sendiráðs?
     3.      Hversu mikil eru tvíhliða samskipti Íslands og Spánar í samanburði við lönd þar sem Ísland hefur enga sendiskrifstofu/sendiráð og lönd þar sem Ísland hefur þegar sendiskrifstofu/sendiráð?
     4.      Hversu mörgum atvikum eða erindum þurfti heiðurskonsúll Íslands á Spáni að sinna síðastliðin fimm ár, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.