Ferill 913. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1642  —  913. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga á sviði fjármálamarkaðar (úrelt lög).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund gesti frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
    Nefndinni barst ein umsögn um málið frá Seðlabanka Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að felldir verði brott nítján lagabálkar á sviði fjármálamarkaðar sem eru úreltir eða hafa lokið tilgangi sínum.
    Í umsögn Seðlabanka Íslands til nefndarinnar var minnt á að huga þyrfti sérstaklega að því hvort í lagabálkunum gæti falist ábyrgð ríkissjóðs á þeim skuldbindingum sem þar væri lýst eða vísað til. Þá kom fram að ekki yrði séð að þeir lagabálkar sem fella ætti brott fælu í sér slíka ábyrgð.
    Meiri hlutinn er samþykkur frumvarpinu sem hefur það í för með sér að gera lagasafnið aðgengilegra. Jafnframt bendir meiri hlutinn á að brottfallin lög verða, eftir sem áður, tiltæk þeim sem kunna að þurfa að kynna sér þau.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 7. maí 2024.

Teitur Björn Einarsson,
form.
Ágúst Bjarni Garðarsson, frsm. Diljá Mist Einarsdóttir.
Guðbrandur Einarsson. Jóhann Friðrik Friðriksson. Steinunn Þóra Árnadóttir.