Ferill 985. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1654  —  985. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um hafnarsvæðið í Þorlákshöfn.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er afstaða ráðuneytisins til þess að þrengt hefur verið að þróunarmöguleikum hafnarsvæðisins innan byggðar í Þorlákshöfn, í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga höfn í grunnneti?

    Skipulagsvald hafnarinnar liggur hjá sveitarfélaginu. Ríkið hefur ekki aðhafst neitt sem heftir uppbyggingu hafnarinnar til framtíðar.
    Núverandi uppbygging snýr að því að koma 200 m löngum skipum örugglega til hafnarinnar og eru framkvæmdirnar ríkisstyrktar í gegnum Hafnabótasjóð. Líkanagerð og forhönnun hafnarinnar var unnin af Vegagerðinni í samráði við sveitarfélagið. Gert er ráð fyrir að höfnin geti tekið á móti öllum þeim skipum sem vilja koma til Þorlákshafnar næstu árin.