Ferill 1107. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1659  —  1107. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kostnaðarauka ríkissjóðs við óskertar fæðingarorlofsgreiðslur.

Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.


     1.      Hver væri kostnaðarauki ríkissjóðs árin 2018–2023 ef mánaðarleg greiðsla úr Fæðingarorlofssjóði væri 100% af meðaltali heildarlauna í stað 80% í lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020, að því gefnu að lengd fæðingarorlofs haldist óbreytt? Óskað er eftir upplýsingum um kostnaðarauka að teknu tilliti til lækkunar barna-, vaxta- og húsnæðisbóta og annarra bóta eftir atvikum, og einnig að tekið sé tillit til hærri tekjuskattsgreiðslna til ríkissjóðs frá þeim sem fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.
     2.      Hver hefði sami kostnaðarauki verið ef allir hefðu fullnýtt rétt sinn til fæðingarorlofs á þessum árum?
     3.      Hver væri, miðað við forsendur ársins 2024, áætlaður kostnaðarauki árin 2024–2027 ef mánaðarleg greiðsla úr Fæðingarorlofssjóði yrði 100% af meðaltali heildarlauna á sama tíma og til stendur að hækka hámarksfjárhæð mánaðarlegrar greiðslu úr 600.000 kr. í 900.000 kr.?


Skriflegt svar óskast.