Jóhann Einvarðsson

Jóhann Einvarðsson

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1979–1983, 1987–1991 og 1994–1995 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Reyknesinga október–nóvember 1991, desember 1993 — janúar 1994.

2. varaforseti sameinaðs þings 1987–1988.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 10. ágúst 1938, dáinn 3. nóvember 2012. Foreldrar: Einvarður Hallvarðsson (fæddur 20. ágúst 1901, dáinn 22. febrúar 1988) starfsmannastjóri Landsbanka Íslands, afabróðir Jóns Braga Bjarnasonar varaþingmanns, og kona hans Vigdís Jóhannsdóttir (fædd 5. júlí 1908, dáin 1. febrúar 1990) húsmóðir. Maki (10. október 1965) Guðný Gunnarsdóttir (fædd 11. desember 1942) húsmóðir. Foreldrar: Gunnar Ármannsson og kona hans Guðríður M. Helgadóttir. Börn: Gunnar (1965), Einvarður (1968), Vigdís (1977).

Samvinnuskólapróf 1958.

Bókari í fjármálaráðuneytinu 1958–1962, fulltrúi í sama ráðuneyti 1962–1966. Bæjarstjóri á Ísafirði 1966–1970. Bæjarstjóri í Keflavík 1970–1980. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1983–1987. Starfsmaður Vörubílastöðvar Keflavíkur nokkra mánuði 1991 og umhverfis- og heilbrigðismálaráðuneytisins 1992. Framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurnesja og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja frá 1992 til starfsloka.

Gjaldkeri Handknattleiksráðs Reykjavíkur 1961–1962 og formaður þess 1962–1966. Í stjórn HSÍ 1974–1976. Í stjórn Hitaveitu Suðurnesja 1975–1979, 1984–1988 og 1990–1992, formaður 1975–1979. Í stjórn Samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi (SASÍR) 1971–1978, formaður 1974–1975. Í stjórn samstarfsnefndar sveitarfélaga á Suðurnesjum, síðar Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) 1971–1980. Formaður stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs 1970–1980. Í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga 1974–1980. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1980 og 1990. Fulltrúi í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1980–1983 og 1987–1991. Í stjórn fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Keflavík og formaður þess 1984–1986. Í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1985–1987. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1995.

Alþingismaður Reyknesinga 1979–1983, 1987–1991 og 1994–1995 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Reyknesinga október–nóvember 1991, desember 1993 — janúar 1994.

2. varaforseti sameinaðs þings 1987–1988.

Æviágripi síðast breytt 15. nóvember 2019.

Áskriftir