Sveinbjörn Högnason

Sveinbjörn Högnason

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1931–1933, 1937–1942, 1956–1959, alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1942–1946 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Eystri-Sólheimum í Mýrdal 6. apríl 1898, dáinn 21. apríl 1966. Foreldrar: Högni Jónsson (fæddur 30. september 1853, dáinn 4. júlí 1900) bóndi þar og kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir (fædd 25. nóvember 1862, dáin 8. ágúst 1907) húsmóðir. Faðir Sváfnis Sveinbjarnarsonar varaþingmanns. Maki (12. júní 1926): Þórhildur Þorsteinsdóttir (fædd 20. janúar 1903, dáin 21. desember 2003) húsmóðir. Foreldrar: Þorsteinn Jónsson og kona hans Elínborg Gísladóttir. Börn: Ragnhildur (1927), Sváfnir (1928), Elínborg (1931), Ásta (1939).

Nám í unglingaskóla í Vík 1912–1913. Gagnfræðapróf í Flensborg 1916. Stúdentspróf MR 1918. Próf í Hafnarháskóla í hebresku 1919, grísku 1920, guðfræðipróf 1925. Framhaldsnám í Leipzig (semísk mál) 1925–1926.

Prestur í Laufási 1926–1927. Kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1926–1927. Skólastjóri Flensborgarskólans 1930–1931. Prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1927–1963, prófastur 1941–1963. Reisti nýbýlið Staðarbakka og bjó þar til æviloka.

Í kirkjumálanefnd 1929–1930. Í hreppsnefnd Fljótshlíðarhrepps 1929–1946 og 1962–1966. Formaður mjólkursölunefndar frá stofnun 1934–1943, er hún var lögð niður. Í landsbankanefnd 1934–1957. Í skilnaðarnefnd 1944. Í Framleiðsluráði landbúnaðarins 1947–1959. Formaður milliþinganefnd um skipun prestakalla 1951. Í stjórn Kirkjubyggingasjóðs frá stofnun hans 1954 til dauðadags. Í prestssetranefnd 1962.

Alþingismaður Rangæinga 1931–1933, 1937–1942, 1956–1959, alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1942–1946 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2020.

Áskriftir