Ásgeir Sigurðsson

Þingseta

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1956, febrúar 1957, mars–apríl, maí–júní og október–desember 1958 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Gerðiskoti í Flóa 28. nóvember 1894, dáinn 22. september 1961. Foreldrar: Sigurður Þorsteinsson, bóndi, formaður og síðar fasteignasali, og kona hans Ingibjörg Þorkelsdóttir húsmóðir. Föðurbróðir Salome Þorkelsdóttur alþingismanns.

Skipstjóri.

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1956, febrúar 1957, mars–apríl, maí–júní og október–desember 1958 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 21. október 2019.

Áskriftir