Kári Sigurjónsson

Kári Sigurjónsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður 1933–1934 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Kvíslarhóli á Tjörnesi 2. mars 1875, dáinn 20. janúar 1949. Foreldrar: Sigurjón Halldórsson (fæddur 12. október 1840, dáinn 9. febrúar 1909) bóndi þar og kona hans Dorothea Jensdóttir (fædd 3. desember 1833, dáin 2. janúar 1898) húsmóðir. Maki (8. júní 1906): Sigrún Árnadóttir (fædd 20. júní 1886, dáin 26. maí 1965) húsmóðir. Foreldrar: Árni Jónsson og kona hans Rebekka Jónasdóttir. Börn: Guðný Hulda (1907), Dagný (1909), Ásdís (1912), Árni (1913), Sæmundur Bjarki (1915).

    Nam bókband hjá Sveinunga Sveinungasyni.

    Bóndi á Hallbjarnarstöðum frá 1904 til æviloka, stundaði jafnframt bókband. Hafði á hendi barnakennslu heima hjá sér um skeið.

    Sýslunefndarmaður 1913–1931. Hreppstjóri Tjörneshrepps 1924–1948. Hreppsnefndarmaður og oddviti hreppsins 1935–1938. Skipaður 1933 í milliþinganefnd um launamál, starfsmannafækkun o. fl.

    Landskjörinn alþingismaður 1933–1934 (Sjálfstæðisflokkur).

    Æviágripi síðast breytt 3. september 2021.

    Áskriftir