141. löggjafarþing — 7. fundur,  20. sept. 2012.

bætt vinnubrögð á þingi.

[10:45]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Mér finnst það lofa góðu sem hv. þingmaður bendir á, að þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum flytja þetta mál með henni. Það hlýtur að gefa málinu aukinn þunga á þinginu og verður tekið til skoðunar. Ég held að menn eigi að athuga hvort ekki sé rétt að skoða málið af fullri alvöru. Kannski þarf að bæta einhverju fleiru inn í það að því er varðar starfshætti þingsins vegna þess að það hvílir á okkur öllum að gera betur í því efni. Mér þykir miður að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki á þessu máli og hefði verið fróðlegt að heyra hver ástæðan er fyrir því, en það kemur sennilega í ljós einhvern tíma úr þessum ræðustól.

Ég hef lagt áherslu á það og hef átt tvo fundi með formönnum eða forustumönnum allra stjórnmálaflokkanna um málið og var það samdóma álit allra að við ættum að halda þessum samtölum áfram og hafa reglulega fundi en ekki bara fundi rétt fyrir jólaleyfi eða við lok þingsins. Ég vona að það samráð geti leitt til þess að (Forseti hringir.) betra samkomulag verði um starfshætti þingsins á þessum vetri.