141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

húsnæðismál og skuldir heimilanna.

[10:44]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég hafði ekki tíma til að bregðast við því sem hv. þingmaður sannarlega spurði um sem voru tillögur framsóknarmanna sem ég hef skoðað af athygli. Ég tel að það eigi að setjast yfir þær eins og aðrar hugmyndir sem koma fram, hvort sem eru frá stjórnarandstöðunni eða öðrum, sem eru þá raunhæfar og hægt að fara í til að taka enn betur á þessum vanda. Það sem vantar í tillögur framsóknarmanna er að upplýsa okkur um og skoða hvað þær kosta, hvaða áhrif þetta hefur á útgjöldin. Það er verið að tala um að afborganir myndi þarna stofn til að lækka þá tekjuskattsgreiðslurnar og ég er alveg opin fyrir því að skoða það og setjast yfir það með hv. þingmönnum Framsóknarflokksins og beita mér fyrir útreikningum á tillögum framsóknarmanna. Þegar þær liggja fyrir skulum við setjast yfir hversu raunhæfar þær eru. Ef þess er óskað af hv. þingmönnum Framsóknarflokksins skal ég sannarlega beita mér fyrir því að (Forseti hringir.) þeir útreikningar fari fram og þeim skilað hingað sem allra fyrst.