154. löggjafarþing — 98. fundur,  18. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[16:36]
Horfa

Eva Dögg Davíðsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir andsvarið og þakka fyrir þessa yfirferð. Það er auðvitað mikilvægt að við séum að auka þekkingu okkar á þessu samfélagslega meini sem fátækt er og vísa ég til ýmissar þekkingar sem við höfum aflað okkar hvað það varðar. En ég vil kannski bara spyrja frekar um þá þekkingu sem við höfum núna, hvernig ráðherra sér fyrir sér að vinna áfram með niðurstöður rannsókna og m.a. þessarar rannsóknar sem ég vísaði til.