154. löggjafarþing — 98. fundur,  18. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[17:00]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Það er bara allt rétt sem hv. þingmaður segir um mikilvægi forvarna og þess að tileinka sér langtímahugsun. Þetta er rétt að ræða þegar við ræðum um fjármálaáætlun vegna þess að fjármálaáætlun snýst um langtímaforgangsröðun fjármuna. Ég verð að segja að ætli flestir geti ekki verið sammála um það að þingheimur hafi að jafnaði haft tilhneigingu til að beina fjármunum í það sem er nær okkur í tíma og það sé erfiðara fyrir okkur að hugsa til lengri tíma. Það er bara mannlegt, en við skulum vera meðvituð um það þegar við erum að hefja umræðu og meðhöndlun á fjármálaáætlun fjármálaráðherra. Þetta er líka rétt sem hv. þingmaður segir að ef stórslys myndi verða hér t.d. í ferðaþjónustu þá getur það haft mjög langvarandi afleiðingar. Við höfum séð í öðrum löndum mjög skýr dæmi um það.