Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1108, 111. löggjafarþing 373. mál: búfjárræktarlög (lausaganga búfjár).
Lög nr. 57 25. maí 1989.

Lög um breytingu á búfjárræktarlögum, nr. 31 24. apríl 1973.


1. gr.

     Við XI. kafla búfjárræktarlaga, nr. 31/1973, bætist ný grein, er verði 64. gr. a, svohljóðandi:
     Sveitarstjórnum er heimilt, til að auka öryggi umferðar á þjóðvegum og að koma í veg fyrir ágang búfjár, að ákveða að eigendum búfjár, þ.e. sauðfjár, geita, nautgripa og hrossa, sé skylt að hafa það í vörslu allt árið eða tiltekinn hluta ársins.
     Heimild þessi getur jafnt tekið til alls lögsagnarumdæmis viðkomandi sveitarstjórnar eða afmarkaðs hluta þess, svo sem umhverfis þéttbýli eða fjölfarna vegi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt er úr gildi felld 35. gr. laga nr. 108 29. desember 1988.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 1989.