Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 964, 117. löggjafarþing 290. mál: brunavarnir og brunamál (löggilding slökkviliðsmanna).
Lög nr. 40 26. apríl 1994.

Lög um breytingu á lögum um brunavarnir og brunamál, nr. 41/1992.


1. gr.

     Við 7. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar er hljóða svo:
     Í sveitarfélögum, þar sem slökkvilið er skipað fastráðnum starfsmönnum, má takmarka skyldur skv. 1. og 2. mgr. eða fella þær niður.
     Slökkviliðsstjóra er skylt að sjá um að slökkviliðsæfingar séu haldnar eins oft og áskilið er í reglugerð.

2. gr.

     8. gr. laganna hljóðar svo:
     Félagsmálaráðherra er heimilt að veita slökkviliðsmanni löggildingu þegar hann hefur lokið grunnnámi fyrir slökkviliðsmenn og jafnframt gegnt slökkvistarfi eða starfað við brunavarnir að aðalstarfi í a.m.k. eitt ár samfellt.
     Félagsmálaráðherra setur nánari ákvæði um grunnnám og aðra menntun slökkviliðsmanna í reglugerð.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi þegar í stað.

Samþykkt á Alþingi 18. apríl 1994.