Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 31, 119. löggjafarþing 13. mál: aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði (dómarafulltrúar).
Lög nr. 80 31. maí 1995.

Lög um breyting á lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92 1. júní 1989.


1. gr.

     6. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Dómsmálaráðherra getur skipað fulltrúa við héraðsdómstól til að framkvæma dómsathafnir í umboði og á ábyrgð dómstjóra eða héraðsdómara þar sem eigi er skipaður dómstjóri. Sá einn getur hlotið slíka skipun sem fullnægir skilyrðum 1. og 3.–6. tölul. 5. gr.
     Dómstjóri eða héraðsdómari, þar sem eigi er skipaður dómstjóri, getur falið fulltrúa að annast hvers konar dómsathafnir, en þó ekki að fara með og leysa að efni til úr einkamálum þar sem vörnum er haldið uppi eða opinberum málum frá því að þau koma til aðalmeðferðar.

2. gr.

     4. mgr. 8. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Ákvæði 3. mgr. gilda einnig um dómara skv. 7. gr. og fulltrúa dómara.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi en skulu endurskoðuð eigi síðar en 1. október 1996.

Samþykkt á Alþingi 29. maí 1995.