Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 402, 120. löggjafarþing 247. mál: Þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga (dánarbú, viðmiðunarfjárhæð).
Lög nr. 154 28. desember 1995.

Lög um breyting á lögum um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, nr. 83/1989, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „5.078.000“ í 1. málsl. a-liðar kemur: 5.277.058.
  2. 2. málsl. a-liðar fellur brott.
  3. Við b-lið bætist nýr málsliður er orðast svo: Þó skal ekki lagður sérstakur eignarskattur á eignarskattsstofn dánarbús í lok andlátsárs, sbr. 5. tölul. 2. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og manna sem takmarkaða skattskyldu bera skv. 3. gr. sömu laga, nema að því leyti sem stofninn er umfram 5.277.058 kr.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu sérstaks eignarskatts á árinu 1996 á eignir í lok ársins 1995.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 1995.