Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1109, 122. löggjafarþing 341. mál: umferðarlög (ábyrgðar- og slysatryggingar, síðara frv.).
Lög nr. 32 8. apríl 1998.

Lög um breyting á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987 (ábyrgðar- og slysatryggingar).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 91. gr. laganna:
  1. Í stað „250.000.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 1.000 millj. kr., og í stað „50.000.000 kr.“ kemur: 175 millj. kr.
  2. Í stað „Tryggingaeftirlitsins“ í 3. mgr. kemur: Vátryggingaeftirlitsins.


2. gr.

     92. gr. laganna orðast svo:
     Auk ábyrgðartryggingar skv. 91. gr. skal hver ökumaður sem ökutækinu stjórnar tryggður sérstakri slysatryggingu, enda hafi hann ekki notað ökutækið í algeru heimildarleysi, sbr. 2. mgr. 90. gr.
     Vátryggingin skal tryggja bætur fyrir líkamstjón af völdum slyss, sem ökumaður verður fyrir við stjórn ökutækisins, enda verði slysið rakið til notkunar ökutækis í merkingu 88. gr.
     Slasist vátryggingartaki sem farþegi í eigin ökutæki eða af völdum þess skal hann eiga rétt til bóta úr vátryggingu þessari, enda verði líkamstjónið rakið til notkunar ökutækis í merkingu 88. gr.
     Vátryggingin skal tryggja hverjum tjónþola bætur allt að 75 millj. kr. vegna hvers einstaks tjónsatburðar. Vátryggingarfjárhæðin skal breytast í samræmi við reglu 3. mgr. 91. gr. Vátryggt skal hjá sama vátryggingafélagi og ábyrgðartryggir ökutækið.
     Ef tjónþoli á rétt á skaðabótum vegna slyssins eftir lögum þessum eða öðrum skaðabótareglum lækka bætur úr þessari vátryggingu sem því nemur.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1998. Jafnframt fellur úr gildi ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 48 22. maí 1997.

Samþykkt á Alþingi 31. mars 1998.