Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 642, 123. löggjafarþing 336. mál: ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði (réttur til styrkja).
Lög nr. 143 23. desember 1998.

Lög um breyting á lögum nr. 23/1989, um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði.


1. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Réttar til námsstyrkja samkvæmt lögum þessum njóta íslenskir nemendur sem stunda reglubundið framhaldsnám hér á landi sem ekki er á háskólastigi eða gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi og verða að vista sig utan lögheimilis og fjarri fjölskyldu sinni vegna námsins. Skilyrði styrkveitingar er að ekki sé unnt að stunda sambærilegt nám frá lögheimili eða öðrum dvalarstað sem námsstyrkjanefnd metur jafngildan. Eigi skulu þeir njóta styrks samkvæmt lögum þessum er nýta rétt til láns úr Lánasjóði íslenskra námsmanna eða njóta hliðstæðrar fyrirgreiðslu.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1998.