Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1376, 126. löggjafarþing 667. mál: grunnskólar (starfstími, próf í íslensku o.fl.).
Lög nr. 48 26. maí 2001.

Lög um breyting á lögum nr. 66/1995, um grunnskóla, með síðari breytingum.


1. gr.

     4. málsl. 2. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Skólanefnd gerir tillögur til skólastjóra og/eða sveitarstjórnar um umbætur í skólastarfi.

2. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna orðast svo: Skólastjóri er forstöðumaður grunnskóla, stjórnar honum, veitir honum faglega forustu og ber ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitarstjórn.

3. gr.

     2. mgr. 24. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     1. mgr. 26. gr. laganna orðast svo:
     Starfstími nemenda í grunnskóla skal á hverju skólaári vera að lágmarki níu mánuðir. Kennsludagar skulu ekki vera færri en 170.

5. gr.

     28. gr. laganna orðast svo:
     Í grunnskóla skal miðað við að jólaleyfi nemenda sé frá og með 21. desember til og með 3. janúar og páskaleyfi frá pálmasunnudegi til og með þriðjudegi eftir páska. Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði í skólanámskrá, enda sé þess gætt að hvíldartími nemenda sé ekki skertur á skólaárinu.

6. gr.

     2. mgr. 36. gr. laganna orðast svo:
     Heimilt er að veita þessum nemendum undanþágu frá því að þreyta samræmt próf í íslensku í 4. og 7. bekk. Jafnframt er heimilt að veita nemendum með annað móðurmál en íslensku undanþágu frá því að þreyta samræmt próf í stærðfræði í 4. og 7. bekk hafi þeir dvalið skemur á landinu en eitt ár.

7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2001.