Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 674, 128. löggjafarþing 356. mál: ábyrgðir vegna lánaflokks í Norræna fjárfestingarbankanum til umhverfismála.
Lög nr. 129 18. desember 2002.

Lög um auknar ábyrgðir vegna lánaflokks í Norræna fjárfestingarbankanum til umhverfismála í grannhéruðum Norðurlandanna.


1. gr.

     Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að ábyrgjast hluta Íslands vegna hækkunar útlánaramma Norræna fjárfestingarbankans til umhverfismála í grannhéruðum Norðurlandanna þannig að heildarábyrgð ríkissjóðs vegna lánaflokksins nemi allt að 3,3 milljónum evra.

2. gr.

     Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að ganga frá samningi við Norræna fjárfestingarbankann um ábyrgð skv. 1. gr. og staðfesta nauðsynlegar breytingar á samþykktum bankans vegna hækkunarinnar.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. desember 2002.